Sannkölluð paradís fyrir vandláta.

Hallaðu þér bara aftur og njóttu þess að láta okkur stjana við þig.

Þjónusta í boði

Á Bora Bora leggjum við mikla áherslu á að allir fari brosandi út.
Hér má sjá yfirlit yfir þá fjölbreyttu þjónustu sem við bjóðum upp á:

  • Barnatennur.

    Barnatennur

    Við sinnum börnum á aldrinum 0-18 ára. Nú eru flestir aldurshópar barna komnir inn í fulla endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum, um að gera að nýta það.

  • Við hvíttum tennur.

    Hvítari tennur

    Tennur eru misdökkar að upplagi, auk þess sem tennur dökkna með aldri. Við smíðum skinnur sem þú notar heima til að hvítta. Örugg og áhrifarík aðferð og þú stjórnar hversu mikið þú vilt hvítta.

  • Við lögum holur.

    Holur

    Notum bestu hvítu plastfyllingarefnin sem í boði eru.

  • Við smíðum krónur.

    Krónur

    Tannlaga hvítar postulínshettur sem koma yfir eigin tennur.

  • Við smíðum brýr.

    Brýr

    Þrjár eða fleiri hvítar postulínstennur fastar saman í brú sem lokar bili þar sem tannvöntun er.

  • Við setjum í skrúfur / tannplanta.

    Skrúfur

    Tannplantar eru skrúfur sem eru settar í kjálkabeinið þar sem tannvöntun er og eru stoð fyrir postulínskrónur sem festast á skrúfuna. Geta líka verið festa undir gervitennur.

  • Rótfyllingar

    Rótfyllingar

    Erum með allt til að rótfylla á besta og sársaukalausasta máta.

  • Gervitennur.

    Gervitennur

    Náin samvinna milli þín, tannlæknis og tannsmiðs tryggir vel heppnaða lokaniðurstöðu.

  • Glæðum lúnar tennur lífi.

    Glæðum lúnar tennur lífi

    Með bestu tækni og efnum er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir slitið og illa farið tannsett eða tannleysi.

  • Tannhold.

    Tannhold

    Tannholdsbólgur og tannsteinn með blæðingu og niðurbroti á tannbeini er gríðarlega algengt og vangreint vandamál. Við leitumst við að greina það og meðhöndla með kennslu, fræðslu og hreinsun.